Minnist ingvars kaprad

Þórarinn Ævarsson, forstjóri IKEA á Íslandi, hitti stofnanda IKEA, Svíann Ingvar Kamprad, nokkrum sinnum. Þeir Þórarinn og Jón G. ræða um Ingvar sem lést í upphafi ársins 91 árs að aldri. Þórarinn segir að Ingvar hafi verið mikil fyrirmynd í baráttu sinni fyrir hagkvæmni og lágu vöruverði. „Ingvar var sjálfum sér samkvæmur og flaug aðeins einu sinni á fyrsta farrými og það kom ekki til af góðu,“ segir Þórarinn. Þórarinn ræðir m.a. áskoranir IKEA á Íslandi, starfsmannamál fyrirtækisins, netverslun, Trump og Amazon, stöðu verslunarinnar hérlendis og hinar ótrúlegu vinsældir veitingastaðar IKEA í Garðabæ. „Við seljum 10 þúsund máltíðir á dag þegar mest lætur,“ segir Þórarinn.

Þórarinn var gestur Jóns G. í síðasta þætti Viðskipalífsins þriðjudaginn 10.apríl.

Viðtalið má sjá hér: