Milljónagreiðslur til VG kvenna

Svar forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi:

Milljónagreiðslur til VG kvenna

Halla, Katrín og Kolbrún
Halla, Katrín og Kolbrún

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG, hefur fengið greiddar 7,5 milljónir króna fyrir verkefnisstjórn vegna undirbúnings hátíðarhalda 1. desember 2018 í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Frá þessu segir í frétt Rúv í dag þar sem vísað er í málskjal á Alþingi hér.

Einnig kemur fram að Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, fengið greiddar tæpar 6,9 milljónir króna fyrir ráðgjöf á sviði jafnréttismála og formennsku í nefnd um heildstæðar úrbætur er varða kynferðislegt ofbeldi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formanns Miðflokksins bar upp fyrirspurn um kostnað vegna sérverkefna og ráðgjafaverka frá því að ríkisstjórnin tók til starfa og fékk m.a. þessar upplýsingar í svari Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Sigmundur bað um upplýsingar um hverjir hefðu fengið greiðslu og fyrir hvers konar verkefni.  

Fyrirspurn hans hljóðaði svo:

„Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra? „

Hér er allur listinn yfir greiðslur til einstaklinga og fyrirtækja um hvaða verk um ræður.

 

 

Nýjast