Milljarðakröfur í þrotabú karls wernerssonar

Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl. Haldinn verður skiptafundur með kröfuhöfum í næstu viku að sögn Árna Ármanns Árnasonar, lögmanns og skiptastjóra í búinu.

Árni segir kröfur í búið í sjálfu sér ekki svo margar en upphæðirnar afar háar. Þeirra á meðal er Milestone, skiptabeiðandinn, sem krafðist þess að Karl yrði lýstur gjaldþrota í júlí í fyrra. Kröfuskráin í búið er ekki opinber enn sem komið er að sögn Árna.

Karl skuldar þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna í kjölfar dómsmála. Hlaut Karl 3,5 árs fangelsisdóm fyrir umboðssvik í rekstri Milestone og var sömuleiðis dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone fleiri milljarða króna. Daginn eftir dóminn skilaði Karl leiðréttum ársreikningi og rúmlega tvítugur sonur Karls var skyndilega orðinn eigandi Lyfja og heilsu.

Lyf og heilsa var hluti af Milestone en seld út úr félaginu árið 2008. Lyf og heilsa rekur tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans. Veltan árið 2015 var sex milljarðar króna.

Stundin vekur athygli á því í dag að fasteignafélagið Faxar ehf. sé nýr leigusali Læknavaktarinnar eftir að vaktin flutti í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut í júní. Faxar rekur apótek Lyfja og heilsa í húsinu.

Nánar á visir.is;


http://www.visir.is/g/2018180709863/milljardakrofur-i-throtabu-karls-wernerssonar