Mikill sparnaður af LED-ljósum

Ljósasérfræðingurinn Einar Sveinn Magnússon er gestur Heimilisins:

Mikill sparnaður af LED-ljósum

Það er ekkert vit í öðru en að skipta eldri gerðum af ljósaperum út fyrir LED-ljósin sem spara gífurlega mikið í rafmagni og kostnaði fyrir heimili landsins, að því er Einar Sveinn Magnússon, ljósasérfræðingur hjá Pfaff segir í Heimilinu í kvöld.

Í þættinum fer hann yfir notkun útiljósa við heimili landsmanna, en LED-ljósabyltingin hefur aukið möguleikana þar til muna, meðal annars með því að koma fyrir ljósasnúrum undir þakkanta sem hægt er að láta lýsa í öllum litum regnbogans með þar til gerðri fjarstýringu.

Þá er LED-lýsingin í útikúplunum að verða miklu þægilegri en ljósgjafinn hefur verið fram til þessa, bæði mildari og óbeinni svo ekki sker lengur í augu, enda gamla ljósaperan farin í skiptum fyrir agnarsmáa ljósdíla sem varla eru greinanlegir berum augum.

Sumsé allt það nýjasta í útiljósunum í Heimilinu kvöld sem byrjar klukkan 20:00.   

Nýjast