Mikil tímamót í starfsemi og þjónustu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þegar fjórar nýjar slökkvibifreiðar verða afhentar

Aníta Estíva

Mikil tímamót í starfsemi og þjónustu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þegar fjórar nýjar slökkvibifreiðar verða afhentar

Formleg afhending á fjórum nýjum slökkvibifreiðum til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) mun fara fram þriðjudaginn 12. nóvember nk. á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, Skútahrauni 6. Fulltrúi seljenda, Ólafur Gíslason & Co. hf., mun afhenda bifreiðarnar til stjórnar SHS. Stjórnarmenn, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu, taka formlega við þeim fyrir hönd slökkviliðsins.

Um er að ræða mikil tímamót í starfsemi og þjónustu SHS þar sem um fjórar bifreiðar er að ræða (eina á hverja starfsstöð SHS) og einnig vegna þess að það hefur ekki verið tekin í notkun ný slökkvibifreið hjá SHS frá árinu 2003. Nýju bifreiðarnar eru mjög fullkomnar og búnar nýjum slökkvibúnaði sem ekki hefur verið notaður áður hér á landi. Þar á meðal búnaði sem getur gert göt á byggingarefni (sprautað í gegnum þau).

Nýjast