Mikil óánægja með bergþór sem nefndarformann

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn Klausturþingmanna, tekur að nýju við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á þriðjudag. Mikil óánægja er með það meðal þingmanna, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu. Stjórnarandstöðu þingmenn telja Pírata vera að færa Miðflokknum vopnin upp í hendurnar með því að láta Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur vera formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
 
 
Bergþór neyddist í febrúar til að láta af formennsku að kröfu annarra nefndarmanna en mikið uppnám var á nefndarfundi þegar Bergþór sneri til baka eftir nokkurra vikna leyfi í kjölfar Klaustursmálsins og settist aftur í stól nefndarformanns.
 
Nefndin var óstarfhæf um hríð því Miðflokkurinn neitaði að fallast á kröfu stjórnarandstöðuflokka um að skipta um nefndarformann