Mikið um ölvunarakstur í gærkvöldi

Mikið um ölvunarakstur í gærkvöldi

Mikið var um ölvunarakstur í gærkvöldi og í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af 10 manns vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Í tveimur af tilvikunum var einstaklingurinn sömuleiðis grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá voru afskipti höfð af tveimur ökumönnum til viðbótar grunuðum um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig voru höfð afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna.

Auk þess var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í Kópavogi. Þar var maður kýldur í höfuðið og fékk kúlu á ennið.

Nýjast