Mikið tap á rekstri morgunblaðsins

Þórs­mörk ehf., eig­andi útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, tap­aði um 267 millj­ónum krónum í fyrra sam­kvæmt því sem má lesa úr árs­reikn­ingum eins stærsta eig­anda félags­ins, Hlyns A ehf. Þar kemur fram að hlut­deild Hlyns A ehf. í tapi Þórs­merkur á árinu 2017 hafi verið 43,9 millj­ónir króna. Alls á félagið 16,45 pró­sent hlut í Þórs­mörk sem þýðir að heild­ar­tap Þórs­merkur var 267 millj­ónir króna miðað við upp­lýs­ing­arnar í árs­reikn­ingn­um.

Hvorki Þórs­mörk né Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, hafa skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2017, en útgáfu­fé­lagið er eina eign Þórs­merk­ur. Und­an­farin ár hafa upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum félaga sem eiga í Þórs­mörk hins vegar sýnt hvert tap Árvak­urs er. Fyrir árið 2016 var t.d. tap Hlyns A vegna hlutar félags­ins í Þórs­mörk í fullu sam­ræmi við það tap sem Árvakur opin­ber­aði þegar árs­reikn­ingur þess félags var birt­ur.

Nánar á

https://kjarninn.is/skyring/2018-08-29-tap-eiganda-morgunbladsins-um-267-milljonir-i-fyrra/