Mikið að gera á sólbaðsstofum

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lítið séð til sólar í júnímánuði en færri sólarstundir hafa ekki mælst í mánuðinum í yfir 100 ár. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að það væri betra að fjölga þessum sólarstundum hefur þetta veður komið sér vel fyrir sólbaðsstofur og ferðaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu.
 

Sólbaðsstofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið óvenju mikið sóttar samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar er rætt við starfsfólk í sólbaðsstofum á höfuðborgarsvæðinu.

„Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl. Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði við Fréttablaðið.

Nánar á nutiminn.is

http://nutiminn.is/mikid-ad-gera-hja-solbadsstofum-og-ferdaskrifstofum-thad-er-bara-ekkert-sumar-herna/