Mike pence lengur á ís­landi og ætlar að hitta katrínu

Mike Pence, vara­­for­­seti Banda­­ríkjanna, mun dvelja lengur á Ís­landi en upp­­haf­­legar á­ætlanir stóðu til um. Þetta verður til­kynnt innan skamms á vef Hvíta hússins. Sam­­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins ætlast vara­­for­­setinn með þessu til að funda með Katrínu Jakobs­dóttur, for­­sætis­ráð­herra Ís­lands og er undir­búningur vegna fundarins hafinn.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Upp­haf­lega kom fram í til­kynningu Hvíta hússins þann 15. ágúst síðast­liðinn að vara­for­setinn myndi heim­sækja Ís­land þann 3. septem­ber næst­komandi, hitta Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og ferðast svo til Bret­lands daginn eftir.

Hér má lesa frétt Fréttablaðsins í heild sinni.