Mik­il­vægt að halda öld­unga­deild­inni

Mbl.is fjallar um

Mik­il­vægt að halda öld­unga­deild­inni

Miklu skipt­ir fyr­ir Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, að Re­públi­kana­flokk­ur­inn hafi haldið meiri­hluta í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings í þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í gær þrátt fyr­ir að hafa tapað meiri­hluta sín­um í full­trúa­deild­inni. Ekki síst vegna þeirra rann­sókna sem verið hafa í gangi á meint­um tengsl­um kosn­ingat­eym­is hans við rúss­neska ráðamenn.

Meiri­hluti Re­públi­kana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni skipt­ir Trump einnig máli þar sem það þýðir að re­públi­kan­ar verða áfram í aðstöðu til þess að skipa íhalds­menn í al­rík­is­dóm­stóla sem er háð samþykki öld­unga­deild­ar­inn­ar. Þar með talið í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna komi upp sú staða að skipa þurfi hæsta­rétt­ar­dóm­ara á meðan aðstæður eru með þeim hætti. 

Nánar á 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/07/mikilvaegt_ad_halda_oldungadeildinni/

Nýjast