Metár í fjölda ferðamanna

Árið 2018 er þegar orðið metár í fjölda ferðamanna, en ferðamannafjöldinn fyrstu ellefu mánuði ársins um Leifsstöð var álíka mikill og allt árið í fyrra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. 

Nýjustu tölur frá Ferðamálastofu um brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sýna að ekkert lát er á góðærinu í ferðaþjónustu. Tölurnar fyrir nóvember sýna 150 þúsund ferðamenn, fyrir þennan eina mánuð, sem er athyglisvert fyrir vetrarmánuð í skammdegi því það eru fleiri ferðamenn en til dæmis komu í júní 2015, bjartasta sumarmánuðinum, þegar 137 þúsund ferðamenn fóru af landinu um Leifsstöð.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018181219680