Mestu mistökin „að reka ekki þessar stjórnir“

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að hans mestu mistök þegar hann var ráðherra hafi verið að reka ekki þær stjórnir sem fóru ekki að tilmælum hans um að gæta hófs í launaákvörðunum . Benedikt var þar helst að vísa til stjórna Landsvirkjunar og Isavia sem báðar hækkuðu laun forstjóra fyrirtækjanna þrátt fyrir tilmælin
 

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Benedikt sagði að hann hefði þá haldið nýjan hluthafafund og valið upp á nýtt. „Það gæti vel verið að við hefðum misst einhverja forstjóra úr landi en þetta [launin] á ekki að vera úr takti við allt annað.“ Þetta væri grafalvarlegt mál fyrir samfélagið allt.  

Fjármálaráðuneytið birti í dag bréf fjármálaráðherra til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu þar sem óskað var eftir upplýsingum um launaákvarðanir forstjóra og hvernig hefði verið brugðist við tilmælum frá ráðuneytinu fyrir tveimur árum um hófsemi í launaákvörðunum.  Þá hefur Bankasýsla ríkisins einnig óskað eftir upplýsingum frá bankaráði Landsbankans og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/mestu-mistokin-ad-reka-ekki-thessar-stjornir