Mest af aflaheimildum til reykjavíkurskipa

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.

Vefur Morgunblaðsins, 200 mílur sem fjallar um sjávarútveg tekur þetta saman er frétt sem sjá má hér.

Þar kemur fram að ríf­lega 86 prósent af heild­arafla­marki nýs fisk­veiðiárs fara til 50 fyr­ir­tækja, sem er 1,7 prósent lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyr­ir­tæki eða lögaðilar út­hlutað veii­heim­ild­um nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra.

Í ár fær HB Grandi í Reykja­vík, líkt og í fyrra, mestu út­hlutað til sinna skipa eða 8,9 prósent af heild­inni. Sam­herji á Ak­ur­eyri er þar á eft­ir með 6,3 prósent og því næst Þor­björn hf. í Grinda­vík með 5,5 prósent. Þetta er líkt og undanfarin ár.

Mest af afla­heim­ild­um að þessu sinni fer til skipa sem skráð eru í Reykja­vík eða 11,7 prósent af heild­inni sam­an­borið við 12,3 prósent í fyrra. Grinda­vík er líkt og un­an­far­in ár í öðru sæti og fær rúmlega 11 pott­in­um og bæt­ir við sig 0,3 prósentum milli ára. Vest­manna­eyja­skip ráða yfir 10,8 prósent kvót­ans.

Alls út­hlut­ar fiski­stofa nú kvóta til alls 540 skipa og báta. Tog­ar­arn­ir eru 42, afla­marks­skip 115, smá­bát­ar með afla­mark eru 68 og króka­afla­marks­bát­ar 315.

Meira um úthlutunina hér á vef Fiskistofu.