Menn í pólítíkinni sem vinna gegn ees

Í íslenskri pólitík er til hópur manna sem vinnur gagngert á móti EES samningnum og vill að við segjum honum upp, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í fréttaviðtalinu í þættinum 21 í kvöld. 

Forvígismenn Viðreisnar, Þorgerður og Þorsteinn Víglundsson, varaformaður kynntu á laugardag á blaðamannaundi í beinni útsendingu helstu áherslur þingflokksins í vetur, sem snúa að því að gera lífið á Íslandi ódýrara, eins og það var orðað. Tímasetningin var vegna þingsetningar á þriðjudaginn 11.september.

Þar kynntu þau sína eigin peningamálastefnu þar sem rauði þráðurinn er að nota annan gjaldmiðil en íslensku krónuna sem Viðreisn telur helstu orsök hás verðlags hér á landi en einnig samkeppnishömlur s.s. í landbúnaði og póstþjónustu. Þorgerður sagði stefnuna ekki að styðja ekki sérstaklega við sumar framleiðslugreinar heldur ætti það að gera með sýnilegri hætti og kerfisuppstokkun nauðsynleg nú til að bæta hag neytends – sem er eitthvað sem Þorgerður talaði fyrir sem landbúnaðarráðherra í síðustu ríkisstjórn og þá sér í lagi verðlagsnefnd búvara sem hún segir barn síns tíma.

Aðspurð hvort við missum einmitt ekki sjálfstæði yfir eigin peningamálum með að hætta með krónuna – fáum stöðugleika í gengismálum á kostnað mikilvægs sjálfræðis svaraði Þorgerður: „Nei, við myndum fá aga“.

Hún fagnar því að nú hefur verið farið af stað í vinnu við að meta EES samninginn. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur skipað starfs­hóp sem vinna á skýrslu um aðild Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæðinu og mun Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra og alþing­ismaður, vera formaður hóps­ins, að því er kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins.

Á næstu dögum verður rætt við fleiri þingmenn í þættinum 21 - sem er á mill 21 og 22 öll virk kvöld.