„menn hugsa bara um sjálfa sig“

Staða hælisleitandi barna, vandræði Silicon í Helguvík, ný fjárlög og umdeild frétt Rúv um Sjanghæ veitingastað á Akureyri er meðal efnist í Ritstjórunum í kvöld - en einnig kröfur í komandi kjarasamningum.

Bjarni Ólafsson, fráfarandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og Karl Garðarsson, nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar eru gestir Sigmundar Ernis í þættinum. Báðir, Karl og Bjarni eru að skipta um starfsvettvang um þessar mundir.

Komandi kjarasamningar voru ræddir: „Menn hugsa bara um sjálfa sig. Þetta er bara, hvert félag sem hugsar um sig“, segir Karl. „Menn horfa aldrei út fyrir sinn sparibauk“, meinar hann.  „Það er engin samheldni í okkar þjóðfélagi þannig að menn horfi á allt sviðið“, segir Karl og SALEK samkomulagið sé  „löngu farið“.

Bjarni benti á að allir hafi áður setið við sama borð: „Þetta eru örugglega líka eftirhretur af því að  allar launahækkanir voru étnar upp af verðbólgu en nú erum við búin að vera í þeirri einstöku stöðu að verðbólga hefur verið mjög lítil þannig að kaupmáttaraukningin er búin að vera mjög mikil“.

„En þetta virðist ekki vera eitthvað sem að launþegar eru til í að treysta til lengri tíma“, segir Bjarni. „Annars held ég að þeir myndu tempra sig“.

Karl bendir á að fólk sem margt búið að veðsetja húsnæði sitt í topp, komi verðbólga komi  það niður á þeim. Þegar verðbólga fari af stað þá hrikti í öllu – líka hjá fjárfestum á bygginamarkaði og víðar. „Verðbólga þarf ekki að fara mjög hátt þegar mun gerast“  

 

Þátturinn er frumsýndur kl. 21 á þriðjudögum.