Mengun hefur aukist stórlega frá 1990

Skýrsla Umhverfisstofnunar um los­un gróður­húsaloft­teg­unda:

Mengun hefur aukist stórlega frá 1990

Árið 2016 var los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi 4.669 kílót­onn af CO2-ígild­um, sem er aukn­ing um rúm­lega 28% frá ár­inu 1990 en sam­drátt­ur um tæp­lega 2% frá ár­inu 2015.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un, en þar segir jafnframt að los­un Íslands árið 2016 með land­notk­un, breyttri land­notk­un og skóg­rækt hafi aukist um um 8,5% frá 1990 til 2016. Tilkynningin byggir á skýrslu stofnunarinnar um los­un gróður­húsaloft­teg­unda til lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna, UN­FCCC. Í henni er að finna ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi frá 1990 til 2016, ásamt lýs­ingu á aðferðafræðinni sem er notuð til að meta los­un­ina.

Megin­á­stæður sam­drátt­ar í los­un milli 2015 og 2016, án land­notk­un­ar, eru minni los­un frá fiski­skip­um, álfram­leiðslu og kælimiðlum. Þá hef­ur niður­dæl­ing CO2 frá jarðvarma­virkj­un­um einnig leitt til minni los­un­ar út í and­rúms­loftið, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þrátt fyr­ir að heild­ar­los­un­in hafi dreg­ist sam­an milli ára, hef­ur los­un auk­ist veru­lega frá upp­sprett­um eins og vél­um og tækj­um (12%) og vega­sam­göng­um (9%).

Stærstu upp­sprett­ur gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi árið 2016, án land­notk­un­ar, voru málmiðnaður (38%), vega­sam­göng­ur (19,5%), fiski­skip (11%), iðragerj­un jórt­ur­dýra (6,6%) og urðun úr­gangs(4,6%).

Nýjast