Meirihlutinn stóðst í kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn varðist falli í kosningunum í gær og heldur fimm bæjarfulltrúum sínum. Björt framtíð/Viðreisn fær tvo fulltrúa.

Með því heldur meirihlutinn og er með 7 fulltrúa af 11.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúm 39 prósent, Samfylkingin 16,3 prósent, Björt framtíð og Viðreisn 13,5, Framsóknarflokkur tæp 12 prósent. Píratar 6,8 prósent, Miðflokkurinn tæp 6 prósent, VG fengu 5,7 prósent kosningu, Fyrir Kópavog hlaut 4,3 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands náði ekki manni inn með rúmlega 3 prósent kosningu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa, Björt framtíð/Viðreisn fengu tvo, Samfylkingin tvo, Framsóknarflokkurinn og Píratar einn mann hvor. Meirihlutinn gæti haldið ef sameiginlegur listi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ákveður að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Ellefu fulltrúar eru sem fyrr í Kópavogi og verða þessir:

Sjálfstæðisflokkur:

Ármann Kr. Ólafsson, Margréti Friðriksdóttur, Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Hjördísi Ýr Johnson og Guðmund Gísla Geirdal.

Björt framtíð/Viðreisn

Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson.

Samfylking:

Pétur Hrafn Sigurðsson og Bergljót Kristinsdóttir.

Framsókn:

Birkir Jón Jónsson.

Píratar:

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir