Meirihlutinn féll í árborg

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Árborg. Flokkurinn missti einn fulltrúa og er þar með fjóra í stað fimm.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 38,3 prósent, Samfylkingin rúm 20 prósent, Framsóknarflokkur náði 15,5 prósenta fylgi, Miðflokkurinn hlaut 10,7 prósent, Áfram Árborg hlaut 8,5 prósent og Vinstri græn fengu 7 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn, Samfylkingin tvo en Áfram Árborg, Framsókn og Miðflokkurinn einn hver.

Bæjarfulltrúarnir 9 eru þessir:

Sjálfstæðisflokki: Gunnar Egilsson, Brynhildur Jónsdóttir, Kjartan Björnsson og Ari Björn Thorarensen.

Samfylkingu: Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

Framsókn: Helgi Sigurður Haraldsson 
Miðflokkur: Tómas Ellert Tómasson  

Áfram Árborg: Sigurjón Vídalín Guðmundsson