Segir meira byggt í mosó en borginni

Eyþór Arnalds, leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar gagnrýnir meirihlutann í Ráðhúsinu harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag fyrir andvaraleysi í húsnæðismálum.

\"Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík,\" segir hann \"og er það 51% færri íbúðir en árið á undfan. Í mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík.\"

Hann segir borrgina hafa setið eftir í uppbyggingu íbúðahúsnæðis um árabil og ekkert bóli á efndum meirihlutans um þúsundir leiguíbúða sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Fyrir vikið sé leiguverð í borginni óbærilegt, dæmi séu um 50 fermetra íbúð asem fari á 200 þúsund á mánuði, en útgreidd lágmarkslaun séu 223 þúsund, svo dæmið gangi engan veginn upp.

Hann segir Reykjavík eiga mikið land - og verði hann borgarstjóri verði hafist handa við uppbyggingu á þeim svæðum: \"Ljúka þarf uppbyggingu í Úlfarsárdal, leyfa íbúðabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin,\" skrifar Eyþ´´or og botnar grein sína eftirfarandi orðum. \"Vilji er allt sem þarf.\"