Með hærri laun en borgarstjórar new york og london: sjáðu tekjuhæstu bæjarstjóranna

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er tekjuhæsti bæjarstjóri landsins árið 2018. Frá þessu er greint á vef DV en þessar upplýsingar er að finna í tekjublaði DV sem kemur út á morgun. Á vef DV segir að Gunnar var með rúmar 2.6 milljónir á mánuði í fyrra.

Þá vitnar DV í Stundina þar sem fram kemur að laun Gunnars séu hærri en borgarstjórans í New York og London.

Haraldur L. Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var með tæpar 2.5 milljónir. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar var með um 2.3 milljónir, en fjórði tekjuhæsti bæjarstjórinn var Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, með 2.260 milljónir.

Nánar er fjallað um tekjurnar á vef DV.