Með ástarkveðju frá rússlandi

Fyrirsögn fréttarinnar er heiti á reyfara eftir enskan höfund Ian Fleming en rússneskir tölvuþrjótar lögðu til atlögu sl. föstudag og var skotmark þeirra tölvuver neðri málstofu breska þingsins.

Yfirmaður tölvuversins Robert Greig segir að þetta hafi verið þaulskipulögð atlaga á tölvuverið og tölvur allra þeirra sem verið þjónar en það eru einir tíu þúsund notendur.

Þingmenn hafa sagt við fjölmiðla að svona vel skipulögð atlaga geri þingmenn berskjaldaða fyrir hverskyns kúgun tölvuþrjóta því þrjótarnir hafi án efa komist yfir trúanaðarupplýsingar um ríkismál sem og einkamál þingmanna.

Þingmenn hafa ekki dulið gremju sína í garð starfsliðs tölvuversins en það tók það einar tíu klukkusundir að fá staðfest hvað hafði gerst.

Talsmenn neðri málstofu breska þingsins sem fara með öryggismál þings og þingmanna segja að ljóst sé að böndin berist að Rússlandi og að tölvuþrjótarnir hafi stolið nokkru magni upplýsinga.

rtá

Nánar www.redbox.com