May sögð ætla til brussel að sækja nýjan samning

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er á leið til Brussel til að fara fram á betri Brexit-samning. Þetta fullyrðir Sunday Times. May hefur ekki stuðning breska þingsins fyrir samningsdrögunum sem ríkisstjórn hennar samþykkti á dögunum. Sú samþykkt leiddi til afsagna ráðherra í ríkisstjórn hennar.

Sunday Times segir að May sé nú á leið til Brussel til að freista þess að fá hagstæðari samning. Búist er við að atkvæðagreiðslunni um samninginn verði frestað á meðan. 

May hefur staðið fast á því að núverandi samningur sé sá eini sem sé í boði. Búist er við afsögnum fleiri ráðherra ef kosið verður í þinginu um núverandi samning.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/may-stormar-til-brussel-og-vill-betri-samning