May frestar brexit-atkvæðagreiðslunni

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur frestað atkvæðagreiðslu innan breska þingsins um útgöngusamkomulag Breta úr Evrópusambandinu. Sögusagnir um þetta hafa verið á kreiki, en forsætisráðherrann staðfesti þetta á þingfundi í dag. 

Ekki er ljóst hvenær atkvæðagreiðslan mun fara fram, en Bretar munu ganga úr ESB að öllu óbreyttu í lok mars á næsta ári. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Á fundinum sagði May að samningnum yrði hafnað naumlega, ef kosið væri í dag og því hafi verið ákveðið að fresta henni um tíma. Útgöngusamningur Breta úr ESB þykir mjög umdeildur og hafði flest bent til þess að May hefði ekki stuðning þingsins að samningnum.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/may-frestar-brexit-atkvaeagreislu