Mávager skítur ofan í vinnslu hvalkjöts

Sif Traustadóttir fyrrverandi formaður Dýraverndunarsamabands Íslands, líffræðingur og dýralæknir gagnrýnir harðlega hvalveiðar sem eiga sér stað nú við Ísland Hún skrifar:

„Verkun á afurðunum er fyrir neðan alla heilbrigðisstaðla og þeir fara ekki einu sinni eftir sérstakri afsláttarreglugerð um heilbriðiskröfur sem var búin til sérstaklega fyrir hvalveiðar vegna þess að það er ekki nokkur leið að verka afurðirnar samkvæmt nútíma stöðlum um heilnæmi afurða. Kjötið er skorið undir berum himni á skítugu plani þar sem er trampað á því á stígvélum og mávager flýgur yfir og skítur ofan í allt saman“,  skrifar Sif Traustadóttir fyrrverandi formaður Dýraverndunarsamabands Íslands, líffræðingur og dýralæknir á facebook síðu sína.  Slík verkun yrði aldrei nokkurntíman samþykkt sem verkunaraðferð á nokkru einasta öðru kjöti sem ætlað væri til manneldis, eins og hún orðar það.

Sif bendir einnig á að aðeins hluti skepnunnar sé nýttur: „Stærstur hluti skepnunnar er ekki nýttur, af hrefnu er nýtt kjöt en restinni er hent í sjóinn. Langreyður fer öll í frystigeymslur og mjöl en selst ekki og er á endanum hent“

 Færslan er í heild sinni á þessari fb síðu:  https://www.facebook.com/icevet