Mataræði vegur þungt í kolefnisspori okkar - og kjötið þá aðallega

Kjötið vegur lang þyngst í kolefnisspori manneskjunnar þegar mataræði hennar er skoðað, en grænmetið kemur þar langsamlega best út. Því er ráð að snúa hlutföllunum við; hætta að borða kjöt með grænmeti en byrja að borða grænmeti með kjöti.

Þetta kemur fram í fræðilegu og upplýsandi viðtali við þau Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur, sviðsstjóra samfélagssviðs Eflu og Thor Aspelund prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld.

Helga segir frá því að í mötuneyti Eflu geti fólk valið sér fæði eftir kolefnisspori þess - og jafnvel kokkurinn hafi gjörbreytt mataræði sínu eftir farið var að hafa þær upplýsingar fyrirliggjandi. Tho segir mikla vakningu í þessum efnum, bæði heima og erlendis, en nýlega hafi 50 vísindamenn hvatt til breytt mataræðis í tímaritinu Lancet, gera þurfi grundvallarbreytingar á allri ræktun og vinnslu matar vegna örrrar fólksfjölgunar og þeirra staðreyndar hvað sum matvara, einkum þó kjöt og þá allra helst nautakjöt, sé frek á jörðina.