„mat­reiðslu­maður aldarinnar“ látinn

Franski kokkurinn Joel Robuchon er látinn, 73 ára að aldri. Hann var valinn sem „matreiðslumaður aldarinnar“ af frönsku matreiðslutímaritinu Gault et Millau árið 1990 og á einum tíma höfðu veitingastaðir hans samanlagt þrjátíu Michelin-stjörnur.

Hann skaust upp á stjörnuhiminn franskrar matreiðslu á níunda áratug síðustu aldar. Um tíma var Robuchon best þekkti þriggja Michelin-stjörnu kokkur Parísar, en síðar breytti hann veitingarekstri sínum í viðskiptalegt stórveldi.

Hann gerði garðinn frægan með einföldum réttum, og sagði í samtali við Business Insider árið 2014 að hann reynir eftir fremsta megni að halda sig við aðeins þrjú aðgreinanleg brögð í hverjum rétti. Fjöldi matreiðslumanna hafa vottað Robuchon virðingu sína.

Fréttablaðið segir frá.