Markaðsverð Marel yfir 303 milljarðar kr.

Bréf í Marel taka hátt stökk í kauphöllinni:

Markaðsverð Marel yfir 303 milljarðar kr.

Gengi bréfa í Marel hefur rokið upp.
Gengi bréfa í Marel hefur rokið upp.

Það er ekkert lát á velgengni Marels. Eftir stórglæsilegt uppgjör á dögunum hefur gengi bréfa í félaginu rokið upp og er núna í methæðum - eða yfir 440 stig. Þessi verðhækkun hefur heldur betur skilað sér í brosmildum fjárfestum. Markaðsverð félagsins í kauphöllinni er komið yfir 303 milljarða króna. Fara þarf aftur til bóluáranna í kringum 2007 til að sjá svo verðmætt fyrirtæki í kauphöllinni, en bankarnir og Actavis voru þá í methæðum.

Nýjast