Markaðir lækkað um allan heim: úrvalsvísitalan á svipuðum slóðum og í lok apríl

Úrvalsvísitalan hefur gefið eftir undanfarnar vikur og er núna á svipuðum slóðum og hún var í endaðan apríl. Það merkir að hækkun hennar í vor og sumar er að mestu gengin til baka - í bili, að minnsta kosti. Lækkanir á mörkuðum erlendis hafa áhrif hér heima og svo hefur gengi bréfa í Icelandair Group og Reitum lækkað að undanförnu.

Þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar að undanförnu hefur hækkunin á fyrri hluta ársins að mestu haldið sér; sem merkir að hækkun úrvalsvísitölunnar hefur hækkað um 26% frá áramótum en hækkunin frá áramótum var komin yfir 30% um tíma í sumar.