Margrét: „ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét Pála Jónsdóttir minnist sjónvarpsþáttar frá árinu 1997 þar sem áhorfendur greiddu atkvæði um hvort kirkjan ætti að gefa samkynhneigða saman í hjónaband. Í þættinum rökræddi Margrét Pála við presta þjóðkirkjunnar, meðal annars Geir Waage, og segist hafa reiðst heiftarlega. „Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum!“ segir Margrét Pála.

Málið er rifjað upp á RÚV og DV gerir því skil. Meirihluti þátttakenda var þá á móti hjónaböndum samkynhneigðra en mikið vatn sé runnið til sjávar síðan þetta var. Margrét telur að íslenska ríkið eigi eftir að biðja samkynhneigða afsökunar.

Nánar er fjallað um málið á vef DV.