Margrét Björnsdóttir er látin: „Minningar um ljúfa, fallega konu lifa í hjörtum okkar“

Margrét Björnsdóttir er látin: „Minningar um ljúfa, fallega konu lifa í hjörtum okkar“

Margrét Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 31. janúar 1956. Hún lést á líknardeild Landspítalans þann 1. júlí 2019. Eiginmaður Margrétar er Jón Hrafnkelsson krabbameinslæknir og eignuðust þau þrjú börn. Margrét starfaði í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 1999 og var þá fyrst deildarstjóri, sérfræðingur og síðan skrifstofustjóri og gegndi því embætti til dánardags. Margrét var einnig efnilegur dansari en ung að árum var hún orðin dans­ari í Íslenska dans­flokkn­um.

Í októ­ber 2017 fór Margrét í rönt­gen­mynda­töku vegna höfuðverkja og ógleði. Þar greind­ist hún með fyr­ir­ferð í höfðinu. Síðar eft­ir aðgerð og grein­ingu kom í ljós að það var ill­kynja æxli af verstu teg­und. Við tók löng og ströng meðferð en allt kom fyrir ekki. Æxlið varð aftur sýnilegt við rannsókn haustið 2018. Margrét barðist með aðdá­un­ar­verðri seiglu til aðfara­næt­ur 1. júlí síðastliðins.

Greint er frá andláti Margrétar í Morgunblaðinu.

Mar­grét ólst upp í Voga­hverf­inu, gekk í Voga­skóla og Mennta­skól­ann í Reykja­vík en útskrifaðist árið 1980 úr Há­skóla Íslands með B.Sc.-gráðu í hjúkrun­ar­fræði. Árið 1982 fluttu Margrét og Jón til Svíþjóðar þar sem Mar­grét lagði stund á þverfag­legt fram­halds­nám í heilbrigðisstjórnum og rann­sókn­um við fé­lags­vís­inda­deild Há­skól­ans í Linköping. Árið 1984 flutt­ust þau aft­ur til Íslands.

Mar­grét starfaði sem sviðsstjóri hjúkr­un­ar og hjúkr­un­ar­fram­kvæmda­stjóri á Sjúkra­húsi Reykjavíkur/​Borgarspítala frá 1987-1999. Þá hóf Mar­grét störf í heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyti, síðar vel­ferðarráðuneyti og nú heil­brigðisráðuneyti árið 1999, fyrst sem deild­ar­stjóri, sér­fræðing­ur og síðar skrif­stofu­stjóri.

Í lok árs 2009 var Mar­grét sett í embætti for­stjóra Lýðheilsu­stöðvar 2010-2011 og stýrði hún sam­ein­ing­ar­ferli Lýðheilsu­stöðvar og Land­læknisembætt­is­ins í sam­starfi við land­lækni.

Eft­ir þá sam­ein­ingu sneri hún aft­ur til fyrri starfa í ráðuneyt­inu og var skipuð skrif­stofu­stjóri gæða- og for­varna árið 2015. Því embætti gegndi hún til dán­ar­dags.

Systkini Margrétar segja í Morgunblaðinu:

„Hún Magga syst­ir barðist við sjúk­dóm­inn af aðdá­un­ar­verðri seiglu til aðfara­næt­ur 1. júlí síðastliðins. Þótt hún hafi verið án meðvit­und­ar síðustu sól­ar­hring­ana, þá yf­ir­gaf hún ekki þenn­an heim fyrr en hún vissi að frumb­urður frænku henn­ar væri að fæðast. Þótt sorg­in væri yfirþyrm­andi við and­lát Möggu vildi þannig til að það liðu ein­göngu 12 tím­ar frá and­láti þar til frísk­ur og heil­brigður dreng­ur fædd­ist í fjöl­skyld­una. Þannig vilj­um við minn­ast Mar­grét­ar syst­ur okk­ar, með trega í brjósti en gleði í hjarta.“

Í minningargrein í Morgunblaðinu segir um Margréti:

„Hún var skarp­greind og gam­an að ræða við hana um allt á milli him­ins og jarðar. Hún var ein­stak­lega fal­leg, hall­mælti eng­um og virt­ist alltaf geta séð það já­kvæða í fari fólks. Hún var vinnusöm með af­brigðum og oft heyrði maður henni hrósað af vinnu­fé­lög­um, enda var vinn­an henni mik­ils virði. Það fór ekki á milli mála hve mjög hún elskaði börn­in sín, tengda­börn og barna­börn og var stolt af þeim mynd­ar­lega og dug­lega hópi. Vel­ferð þeirra var ávallt í fyr­ir­rúmi. Henn­ar verður sárt saknað en minn­ing­arn­ar um ljúfa, fal­lega konu lifa í hjört­um okk­ar.“

Nýjast