Margir vinstrimenn eru reiðir út í mig

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í vviðtaldi við Guardian:

Margir vinstrimenn eru reiðir út í mig

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs segir marga vinstri menn enn vera reiða út í sig fyrir að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum.

Þetta sagði Katrín í viðtali við breska laðið Guardian sem birt vaar um helgina, en þar kveðst hún þó vera staðföst á því að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða og hefur sett sér það markmið að endurvekja traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum eftir nokkrar skammlífar ríkisstjórnir undanfarinna ára.

Í viðtalinu segist Katrín þekkja þá Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson vel og að stjórnarsamstarfið gangi sömuleiðis vel. Hún segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins.

Nýjast