Margir minnast sigrúnar – ákveðin og stefnuföst - lilja alfreðs: „megi minn­ing um merka konu lifa“

\"\"Sigrún Sturlu­dótt­ir fædd­ist á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð 18. apríl 1929. Hún lést 1. nóv­em­ber 2019. Sigrún gift­ist 1949 Þór­halli Hall­dórs­syni verk­stjóra og sveit­ar­stjóra, f. 21. októ­ber 1918, d. 23. apríl 2015. Eignuðust þau fjórar dætur. Greint er frá andláti Sigrúnar í Morgunblaðinu í dag og þar minnast m.a. Siv Friðleifsdóttir, Lilja D. Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson þessarar merku konu.

Sigrún og Þór­hall­ur kynnt­ust á Suður­eyri og hófu þar bú­skap. Á Suður­eyri var Sigrún mjög virk í fé­lags­mál­um. Hún var í stjórn kven­fé­lags­ins Ársól­ar og hélt uppi öfl­ugu starfi í barna­stúk­unni.

Eft­ir að þau hjón fluttu til Reykja­vík­ur vann hún ýmis störf og síðustu starfs­ár­in var hún kirkju­vörður við Bú­staðakirkju. Sigrún var m.a. í stjórn Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, var í or­lofs­nefnd hús­mæðra í Reykja­vík og sá um or­lofs­dvöl þeirra í mörg ár og tók þátt í starfi IOGT. Hún var virk í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigrún hlaut fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín að fé­lags­mál­um og árið 2006 var hún sæmd heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir störf að fé­lags­mál­um.

Sigrún var jarðsung­in frá Bú­staðakirkju í dag, 8. nóv­em­ber 2019, og hefst at­höfn­in klukk­an 11.

Fjölmargir minnast Sigrúnar í minningar greinum í Morgunblaðinu í dag þ.á.m. séra Pálmi Matthíasson, Sif Friðleifsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Pálmi Mattíasson skrifar:

„Hún leit­ar annarra gilda í líf­inu og þá helst þeirra sem lifa amst­ur hvers­dags­ins. Ég naut þeirra for­rétt­inda að eiga Sigrúnu Sturlu­dótt­ur sem traust­an og góðan vin.

Sigrún var skemmti­leg kona. Ákveðin með sterk­ar skoðanir. Ótrú­lega vel tengd við háa sem lága í þjóðfé­lag­inu enda mik­il fé­lags­mála­kona. Hún starfaði af heil­ind­um og lét aldrei dæg­ur­mál breyta sinni stefnu eða lífs­skoðun. Hún gekk ekki fram með hávaða eða lát­um en hún fylgdi sínu eft­ir með festu og ein­urð.

Í póli­tík var hún ein­lit og vann af heil­ind­um þar sem ann­ars staðar. Henni féll ekki vel þegar vegið var að henn­ar fólki og var óhrædd að taka sér stöðu með mönn­um og mál­efn­um sem féllu að henn­ar lífs­skoðun.

Fas henn­ar og fram­koma var með reisn og styrk og öll henn­ar fram­ganga með þeim hætti að það mátti enda­laust læra af henni. Að eiga Sigrúnu sem vin og nána sam­starfs­konu var sann­ar­lega fjár­sjóður sem var­ir, er og verður. Hún gaf af heil­ind­um, vann með heiðarleika, var föst fyr­ir eins og fjöll­in í heima­byggð henn­ar fyr­ir vest­an. Sigrún var líka glett­in og spaug­söm á sinn hátt.

En henni féll ekki vel þegar grínið meiddi ein­hverja sem henni voru kær­ir í skoðunum og stefnu­mál­um. Örugg­lega hef­ur ein­hverj­um fund­ist hún vera ákveðin kona og stefnu­föst. Allt henn­ar fas og fram­ganga var með þeim hætti að tekið var eft­ir.“

Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir:

„Sigrún Sturlu­dótt­ir var fyr­ir­mynd og kjöl­festa okk­ar fram­sókn­ar­kvenna í ára­tugi. Hún var fé­lags­vera af guðs náð, sem nýtti það ekki sér til fram­drátt­ur held­ur miðlaði hún og veitti ríku­lega öðrum.

Und­ir­rituð var ein þeirra sem nutu úr visku­brunni fé­lagsauðsins og á ég nöfnu minni mikið að þakka. Fyrst og fremst þakka ég vináttu í ára­tugi. Sigrún var mér líka oft sem besta móðir, sem leiðbeindi með hlýju, dæm­um en ákveðni. Það var afar gef­andi og ánægju­legt, ung að árum, að fá tæki­færi til að sitja við fót­skör henn­ar og annarra í fé­lagi fram­sókn­ar­kvenna í Reykja­vík og nema af þeim vís­indi sam­vinnu, sam­heldni og fé­lags­hyggju.

Það var stórt skref í bar­áttu fyr­ir hug­sjón­um Fram­sókn­ar­flokks­ins varðandi jafn­rétti og fram­gang kvenna þegar Lands­sam­band fram­sókn­ar­kvenna var stofnað árið 1981 í Reykja­vík. Sigrún var val­in formaður LFK á fræg­um fundi á Húsa­vík tveim­ur árum síðar. Hún hófst strax handa og var bæði sókndjörf og fram­sæk­in, enda fór skriða af stað og kon­ur sóttu fram um land allt.“

Þá segir Sigrún enn fremur um nöfnu sína:

„Fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 1986 blés ekki byrlega fyr­ir okk­ur fram­sókn­ar­menn. For­ystu­fólk okk­ar til margra ára var að kveðja og nýja þurfti því að kalla til. Sigrún Sturlu­dótt­ir tók að sér að verða kosn­inga­stjóri við þess­ar erfiðu aðstæður og tókst ætl­un­ar­verkið að koma borg­ar­full­trúa í höfn.

Hún gaf ekk­ert eft­ir í bar­átt­unni þó að árin færðust yfir, hún var t.d. elsti fram­bjóðand­inn við síðustu alþing­is­kosn­ing­ar. Árið 2006 var hún sæmd ridd­ara­krossi fyr­ir fé­lags­störf og um svipað leyti sæmdi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hana jafn­réttis­verðlaun­um á miðstjórn­ar­fundi.“

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir:

\"\"

„Sigrún Sturlu­dótt­ir hef­ur kvatt. Með henni kveðjum við fram­sókn­ar­menn sér­staka heiðurs­konu, sem var dýr­mæt og ein­stök fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hún var traust­ur og far­sæll liðsmaður sem hugsaði öðru frem­ur um hag Fram­sókn­ar­flokks­ins og stefnu­mál hans.

Sigrún tók virk­an þátt í fjöl­breyttu fé­lags­starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins og gegndi þar fjölda­mörg­um trúnaðar­störf­um. Hún var ein af for­víg­is­kon­um um stofn­un Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna á mikl­um breyt­inga­tím­um þegar kon­ur þurftu að berj­ast fyr­ir fram­gangi sín­um í stjórn­mál­un­um öðrum frem­ur. Var hún formaður lands­sam­bands­ins á ár­un­um 1983-85 og eft­ir það í stjórn þess til margra ára. Áður hafði Sigrún verið formaður Fé­lags fram­sókn­ar­kvenna í Reykja­vík og tók hún reynd­ar aft­ur við for­mennsku þar síðar.

Henni varð tíðrætt um svo­kallaðan Húsa­vík­ur­fund árið 1983 þar sem fram­sókn­ar­kon­ur vöktu sterka at­hygli á að efla þyrfti hlut kvenna í stjórn­mál­um inn­an sem utan flokks­ins. Okk­ur, sem yngri erum, er hollt að þekkja hið mik­ils­verða brautryðjand­astarf sem unnið hef­ur verið og hverj­ir það voru sem ruddu braut­ina og eig­um við henni mikið að þakka í þeim efn­um.

Það er sér­stakt við háan ald­ur að hafa slík­an fé­lags­áhuga sem Sigrún hafði, allt fram á sína síðustu daga, og starfaði hún fyr­ir flokk­inn þrátt fyr­ir að ald­ur­inn færðist yfir. Hún átti oft­ast sæti á fram­boðslist­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, bæði í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og í kosn­ing­um til Alþing­is þar sem hún skipaði 21. sæti fram­boðslist­ans árið 2017. Hún var sann­ar­lega ekki aðeins nafn á list­un­um, held­ur tók hún fulla ábyrgð sem því fylg­ir.“

Sigurður Ingi segir þakkar svo fyrir hönd Framsóknarflokksins Sigrúnu fyrir farsælt, óeigingjarnt brautryðjandastarf.  

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur misst mikla bar­áttu­konu sem ætíð var fylg­in sér og hafði ein­stak­an hæfi­leika til að ná til fólks og til að miðla mál­um.“

Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar:

\"\"

„Sigrún var einn af klett­un­um í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hún tók alltaf þátt í flokks­starf­inu, bæði mál­efn­a­starfi flokks­ins og fé­lags­starfi. Sjálf man ég fyrst eft­ir henni í fram­sókn­ar­vist, hlýrri, fal­legri og hjarta­hreinni konu sem tók eft­ir smá­fólk­inu og gaf sér tíma til að sinna því. All­ar göt­ur síðan ríkti með okk­ur vin­skap­ur og virðing mín fyr­ir henni var djúp. Raun­ar naut Sigrún virðing­ar alls síns sam­ferðafólks fyr­ir óeig­ingjarnt starf í þágu sam­fé­lags­ins.

Öll henn­ar vinna gekk út á að bæta sam­fé­lagið, ým­ist í stjórn­mál­un­um, fyr­ir heima­byggð eða á vett­vangi kirkj­unn­ar. Hún barðist öt­ul­lega fyr­ir jöfn­um rétti kynj­anna og við sem yngri erum eig­um henni, og henn­ar kyn­slóð, mikið að þakka fyr­ir að ryðja braut­ina með skýrri sýn og hug­sjón.“

Þá segir Lilja að fágun og heiðarleiki séu fyrstu orðin sem komi upp í hugann þegar kostum Sigrúnar er lýst.

„Við fé­lag­ar henn­ar í Fram­sókn­ar­flokk­um þökk­um henni kær­lega fyr­ir allt það góða starf sem hún innti af hendi fyr­ir okk­ur og sam­fé­lagið. Það skipt­ir máli fyr­ir full­trúa­lýðræðið og fram­gang þess að grasrót­ar­starf stjórn­mála­flokka blómstri, sé virkt og sveit sjálf­boðaliða sé skipuð öfl­ugu fólki. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var lán­sam­ur að hafa Sigrúnu Sturlu­dótt­ur í sín­um röðum.

Megi minn­ing um merka konu lifa. Ég votta fjöl­skyldu henn­ar mína dýpstu samúð.“

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skrifar:

„Sigrún Sturlu­dótt­ir var bar­áttujaxl í orðsins bestu merk­ingu. Hún var öfl­ug­ur jafn­rétt­issinni og hélt merki kvenna og barna hátt á lofti í störf­um sín­um meðal fram­sókn­ar­manna um ára­tuga skeið.

Fram­sókn­ar­menn mátu dugnað og fram­lag Sigrún­ar og voru henni veitt Jafn­réttis­verðlaun Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2005 ásamt stöll­um sín­um þeim Áslaugu Brynj­ólfs­dótt­ur heit­inni og Sigrúnu Magnús­dótt­ur fyr­ir framúrsk­ar­andi jafn­rétt­is­starf, m.a. und­ir­bún­ing stofn­un­ar LFK. Kon­ur sem hafa kom­ist til áhrifa eiga fé­lags­skap eins og LFK og bar­áttujöxl­um eins og Sigrúnu mikið að þakka.“

Þá segir Siv að lokum:

„Nú þegar leiðir skil­ur vil ég þakka Sigrúnu hvatn­ingu í minn garð á sín­um tíma, hlýhug og fjöl­marg­ar góðar stund­ir í ár­ang­urs­ríku mál­efn­a­starfi. Fjöl­skyldu Sigrún­ar og vin­um votta ég mína inni­leg­ustu samúð við frá­fall henn­ar. Guð blessi minn­ingu Sigrún­ar.“