Margir koma núna til baka

Þensla er nú á vinnumarkaði og ástandið áþekkt því sem var haustið 2008, rétt fyrir hrun. Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun vegna atvinnumissis eru að skila sér heim, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í viðtali á Hringbraut í kvöld. Hundruðir eru komnir til baka, segir Gissur.

Atvinnuleysi mælist nú tvö prósent og hefur ekki verið lægra síðan haustið  2008. Mjög mikil eftirspurn er eftir starfsfólki, aðallega í ferðaþjónustu og byggingariðnaðinn. Um 60 prósent fyrirtækja í byggingariðnaði skortir starfsfólk eða telur skort á því og yfir 40 prósent fyrirtækja töldu skort vera á starfsfólki, sú tala hefur ekki verið hærri síðan í lok ársin 2007. Gissur segir þó að eftirspurnin eftir háskólamenntuðu fólki sé ekki jafn hröð. Aðallega sé sóst eftir ófaglærðum og erlent vinnuaft kemur hingað í miklum mæli eins og er.