Marel lýkur við fjármögnun upp á 19,5 milljarða

Marel lauk í dag við lang­tíma fjár­mögnun með útgáfu á Schuldschein bréfum að fjár­hæð 140 millj­ónir evra (um 19,5 millj­arðar íslenskra króna) með föstum og fljót­andi vöxtum til fimm og sjö ára.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu, en Marel er lang­sam­lega verð­mætasta félagið í kaup­höll Íslands en verð­mið­inn er í kringum 300 millj­arða króna.

„Við erum afar ánægð með þann mikla áhuga sem fyrsta Schuldschein útgáfa Marel hefur fengið frá fjár­fest­um. Útgáfan end­aði í 140 millj­ónum evra, en umfram­eft­ir­spurn var eftir bréf­unum sem stað­festir trú fjár­festa á traustum rekstri Marel og fjár­hags­styrk. Við erum þakk­lát fyrir það traust sem fjár­festar sýna með þessum hætti, en með útgáf­unni fjölgum við stoðum í lang­tíma fjár­mögnun félags­ins sem eykur sveig­an­leika í rekstri og styður við metn­að­ar­fullar áætl­anir um fram­tíð­ar­vöxt og virð­is­aukn­ing­u,“ segir í til­kynn­ingu frá Marel vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-07-marel-lykur-vid-langtima-fjarmognun-upp-195-milljarda/