Mæður tjá sig um SÁÁ

Þrjár mæður fíkla birta bréf:

Mæður tjá sig um SÁÁ

Vogur lokaði unglingadeildinni
Vogur lokaði unglingadeildinni

þrjár mæður sem hafa upplifað þjónustu SÁÁ vegna unglings í vímuefnavanda, birta grein þar sem þær beina sjónum sínum að stjórnvöldum og hluverki þeirra að skapa sérstakan meðferðarstað fyrir unglingana, fjarri fullorðnum fíklum. 

Þær Elísabet Dottý Kristjánsdóttir, Erla Björg Sigurðardóttir og Helga Guðmundsdóttir spyrja meðal annars í ljósi þess að unglingadeild Vogs var lokað í síðustu viku:

 „Af hverju hafa stjórnvöld ekki brugðist við og bætt þessa aðstöðu spyrjum við? Hvort sem það væri í samvinnu við SÁÁ eða ekki. Það eru ekki nein ný tíðindi að ungmenni allt niður í 14 ára og þaðan af yngri börn eigi við alvarlegan fíknivanda að etja og þurfi sértæka meðferð á sérhæfðri stofnun sem Vogur er og sem og eftirmeðferð og göngudeildarmeðferð samtakanna“.

Þær segja SÁÁ hafa skilað sínu starfi þótt betur megi gera:

„Í málefnum ungmenna undir 18 ára bera stjórnvöld sérstaka ábyrgð sem hefur því miður skort á undanfarin ár hvað varðar nauðsynlega sérhæfða inniliggjandi meðferð. SÁÁ hefur staðið vaktina í þeim efnum og fær nú bágt fyrir. Í fjölda ára hafa gagnrýnisraddir verið uppi vegna þess að SÁÁ sinni þessum aldurshópi þar sem samgangur er á milli ungmenna og fullorðinna að einhverju leyti, það er rétt að langbest væri að hafa þetta algjörlega aðskilið“.

Nánar má lesa grein þeirra hér.

Nýjast