Maðurinn sem kemur alltaf aftur í þingið

Líklega eiga fáir menn jafn sérstæðan þingferil og Ellert B. Schram sem sest nú á þing fyrir Samfylkinguna 79 ára að aldri.

Ellert settist fyrst á þing 1971, fyrir 47 árum. Þá var hann vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum, ungur maður sem hafði átt glæsilegan knattspyrnuferil í KR og landsliðinu. Fyrir mína kynslóð í Vesturbænum var Ellert átrúnaðargoð.

Ellert sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1971 til 1979. Hann lék ennþá með KR eftir að hann var kosinn á þing. En 1979 gerðist það í prófkjöri að fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar – en einn slíkur sat alltaf á þingi fyrir flokkinn – náði ekki kjöri. Það var Pétur Sigurðsson, kallaður sjómaður. Ellert sýndi það drengskaparbragð að víkja úr sæti fyrir Pétri og komst ekki á þing fyrir vikið. Hann fór í baráttusætið á listanum og tapaði.

En Ellert var aftur kosinn 1983 til 1987, en hafði í millitíðinni verið rítstjóri DV ásamt Jónasi Kristjánssyni.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/11/ellert-b-schram-madurinn-sem-kemur-alltaf-aftur-thingid/