Macron lét trump heyra það vinsamlega

Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti ræðu á Bandaríkjþingi í dag sem hefur örugglega ekki hljómað sérlega þægilega í eyrum gestgjafans, Donads Trumps.

Macron talaði nefnilega þvert gegn ýmsum helstu áherslum Bandaríkjaforseta. Hann fordæmdi meðal annars þjóðernis- og einangrunarstefnu sem hann sagði að ógnaði hagsæld í heiminum.

Í ræðu á sameiginlegum þingfundi beggja deilda þingsins minnti Macron Trump á það að það voruBandaríkin sem sem fundu upp fjölmenningarsamfélagið sem nú þyrfti á enduruppgötvun að halda fyrir 21. öldina. hann varaði líka við tollastríði og undirstrikaði mikilvægi loftslagsmálanna. Hann sagðist viss um að Bandaríkin myndu snúa aftur að Parísarsamkomulaginu, og bætti við: „Verum raunsæ, það er engin pláneta B.“

Ræðan stakk því svolítið í stúf við þann vináttubrag sem verið hefur yfir opinberri heimsókn Macrons. Engu að síður minnsti hann á órjúfanleg tengsl þjóðanna þar sem frelsi, umburðarlyndi og jafnrétti væru leiðarstef.

Síðdegis í gær lét Macron síðan þau orð falla í samtölum við fréttamenn að hann teldi Trump ætla að draga Bandaríkin út úr samningnum við Íran um kjarnavopnaleysi „af innanlandsástæðum.“ Einnig var haft eftir Macron að það væri „brjálæði“ til lengri tíma litið að draga sig út úr samningnum og Parísarsamkomulaginu.