Einhver hagnaðist á neyðarláninu til kaupþings

Daginn áður en Kaupþing féll, var tæplega 10 og hálf milljón punda í reiðufé tekin út af reikningi félagsins Marple í Bretlandi. Félagið hafði sterk tengsl við Kaupþing. Þetta kemur fram í nýrri bók um bankann og Rúv hefur tekið saman í frétt. 
 
Þar segir m.a.:
 

Nafnið á bókinni, Kaupthinking, vísar til markaðssetningar bankans sáluga, sem gekk meðal annars út á að Kaupþing væri sveigjanlegur og klárari en kerfið. 

Í bókinni fjallar Þórður  meðal annars um neyðarlánið, 500 milljónir evra sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi, 6. október 2008 en stór hluti þess tapaðist. Hann greinir frá því að í apríl 2008 hafi verið gengið frá bankastjórnarsamþykkt um viðbrögð Seðlabankans ef bankar lentu í lausafjárvanda. Þá ætti að skipa starfshóp og fylgja ákveðnu verklagi og skilyrðum fyrir útláni. Þegar til kastanna kom, hálfu ári síðar, var þessu ekki fylgt. 

„En þetta eru ráðgefandi reglur, þetta er ekki lögbrot að fara gegn þeim og kannski verður maður að sýna því smá skilning að það er náttúrulega allur heimurinn á hliðinni þegar að lánveitingin er veitt,“ segir Þórður Snær. 

Í aðsendri grein í Fréttablaðinu árið 2014 fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri að enginn innan bankans hafi hagnast á neyðarláninu. Þórður Snær, sem hefur fengið aðgang að tugum þúsunda rannsóknarskjala, segir að þau sýni annað.