Flugið er stærsta losunin

Losun CO2 í íslenska hagkerfinu:

Flugið er stærsta losunin

Tölur hagstofunnar um losun gróðurhúsalofttegunda – Co2 – voru dregnar fram í gær.  Þar kom fram var að við losuðum mest allra landa innan ESB og EFTA. Í Fréttablaðinu í dag er svo haft eftir framkvæmdastjóra Orkusetursins að það sé skekkja í þessu – við séum ekki svona slæm. Bruni jarðefnaeldsneytis er það sem aðallega veldur útstreymi koltvísýrings í heiminum en hér er raforkan framleidd án bruna. Í öðrum löndum er það ekki svo.

Í þáttinn 21 til Lindu Blöndal mæta í kvöld Unnur Brá Kon­ráðsdótt­ir, aðstoðar­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem var í haust falið það hlutverk að tryggja sam­hæf­ingu lofts­lags­mála fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis.

Unnur Brá bendir á að slíkar tölur séu gefnar úr árlega og miðað við í fyrra erum við ekki að ná framförum á við nágrannaþjóðirnar. Aðallega eru það auknar flugsamgöngur til og frá landinu sem skýra þetta en flugið er ábyrgt fyrir mestri losun eða 33 prósentum og framleiðsla málma / stóriðja 30 prósentum.

 Stóra tækifærið er þar, segja báðar séu í samgöngum og telur Rósa að áherslan þurfi að vera miklu meira á almenningssamgöngur en ekki bara orkuskipti einkabílsins.  

„Við þurfum að vinna þetta miklu hraðar og gera meiri kröfur“, segir Rósa þar sem sér sýnist við ekki ná Parísarsamkomulaginu – og ekki heldur því sem var á undan Kyoto bókuninni, með því sem við höfum áætlanir um í dag. 

Unnur Brá bendir á að Noregur sé okkar aðal fyrirmynd, þar sé samfélagið og landið líkt okkar og Norðmenn náð lengst allra í Evrópu á sviði orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Okkar vandi felist í flugsamgöngum en það fellur ekki undir skuldbindingar ríkisstjórnar Íslands heldur eru stórfyrirtækin á sér Evrópumarkaði þar sem þau geta keypt og selt losunarheimildir.

Unnur Brá segir að mikill áhuga sé að vakna í íslensku atvinnulífi um að draga úr losun, sem eins og fólk veit nú þegar veldur hlýnun jarðar og súrnun hafsins. Hún segir að á fundum sínum með mörgum og ólíkum aðilum í atvinnulífinu finni hún mikinn meðbyr með umhverfismálum og það sé eiginlega nýskeð. Hún hafi trú á því. Rósa taldi of hægt farið í sakirnar ef bíða ætti eftir frumkvæði í atvinnulífinu, sköttum ætti að beita meira og ríkisvaldið draga vagninn í meiri mæli en nú.

Nýjast