Lögreglan viðurkennir klúður sitt

Rannsókn á máli starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur:

Lögreglan viðurkennir klúður sitt

Meðhöndlun lögreglu á máli barnaverndarstarfsmanns í Reykjavík sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum var ekki í samræmi við vinnulag lögeglu.
 
Þetta kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi nú síðdegis. Þar sagð hún að starfsfólki embættisins væri almennt gert viðvart ef mál krefðist sérstakra aðgerða, en það hefði ekki verið gert í máli viðkomandi manns.
 

Barnaverndarstarfsmaðurinn var kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst síðastliðnum. Þá starfaði hann sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hann var ekki handtekinn fyrr en 19. janúar og það var fyrst þá sem Barnavernd Reykjavíkur frétti af kærunni. Hann er grunaður um brot gegn átta börnum og níunda málið er í athugun hjá lögreglu.

Greinargerð um verklag lögreglu við afgreiðslu málsins var kynnt á blaðamannafundi í dag: "Ábyrgð stjórnenda var óljós en um leið og í ljós kom hvers eðlis var, þá var brugðust stjórnendur vel og hratt við,“ er haft eftir Sigríði Björk á blaðamannafundinum, en hún segir ljóst að gera þurfi breytingar á skipulagi deildarinnar vegna þess alvarlega máls. Bæði þurfi að styrkja stjórnun hennar og endurmeta vinnulag. Lagt hefur verið til að það verði gert í byrjun apríl þegar starfsmönnum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður fjölgað um sex.

Nýjast