Lögreglan reyndist vera tvísaga

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður seg­ir það forkast­an­legt að ít­rekuðum tölvu­póst­um hans til lög­reglu hafi ekki verið svarað vegna veik­inda lög­reglu­full­trúa, en  Sæv­ar er rétt­ar­gæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hend­ur karl­manni í ág­úst í fyrra fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010.

Fram kom á blaðamanna­fundi lög­reglu að mis­tök hafi verið gerð í upp­hafi máls­ins. Einnig kom þar fram að eng­inn yrði rek­inn, held­ur yrði kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar efld með sex nýj­um stöðugild­um frá og með 1. apríl.

\"Upp­haf­lega könnuðust þeir ekki við að ég ít­rekaði þetta mál en í skýrsl­unni viður­kenna þeir núna að ég hafi sent tölvu­póst í des­em­ber,“ seg­ir Sæv­ar við mbl.is. Fram kom á blaðamanna­fund­in­um að Sæv­ar sendi tölvu­póst 1. og 5. des­em­ber. Þeim var ekki svarað vegna þess að lög­reglu­full­trú­inn var veik­ur. Póst­arn­ir voru send­ir áfram á staðgengil en það leiddi ekki til viðbragða lög­reglu. 

\"Það er forkast­an­legt. Þetta er það svið hjá lög­reglu sem er mjög mik­il­vægt að það sé virk­ur sam­skipta­máti á milli. Ég ít­rekaði þenn­an póst og þessu var aldrei svarað og það er mjög al­var­legt,“ seg­ir Sæv­ar við vefinn, en hann hafði áður sam­band við lög­reglu og reyndi að láta reka á eft­ir mál­inu eft­ir að lög­reglu barst kæra 24. ág­úst, en án árangurs.