Logi: Ísland þarf ekki jafnvægi Sjálfstæðisflokksins

Kjarninn.is er með þessa frétt

Logi: Ísland þarf ekki jafnvægi Sjálfstæðisflokksins

„Í næstu kosn­ingum mun valið standa á milli stefnu sem byggir á íhalds­semi og stöð­ug­leika hinnar óbreyttu skipt­ingar gæða eða fram­sækni, frum­kvæði og stöð­ug­leika sem byggir á jafn­ara sam­fé­lagi þar sem allir hafa betri tæki­færi.“ 

Þetta er meðal þess sem Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins sem fram fer á Bif­röst um helg­ina.

Logi sagði að leið Sam­fylk­ing­ar­innar væri að byggja upp sam­keppn­is­hæft vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd á Íslandi þar sem umhverfi barna­fólks væri hag­fellt, fæð­ing­ar­or­lof lengra, hús­næð­is­mark­aður stöðugri og mat­ar­k­arfan ódýr­ari. „Þar sem jöfn tæki­færi eru til náms og mannauður og hug­vit sam­fé­lags­ins nýt­ist sem best í grænu hag­kerfi. Þar sem barist er gegn hvers konar mis­mun­un, þátt­taka og vel­ferð inn­flytj­enda er tryggð og tekið er vel á móti fólki á flótta. Áskor­anir eru miklar og það er ekki hægt að mæta þeim öllum á stuttum tíma. En við fyrsta skrefið er að snúa skút­unni frá hægri og taka nýjan rétt­ari kúr­s.“

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2019-03-16-logi-island-tharf-ekki-jafnvaegi-sjalfstaedisflokksins/

Nýjast