Loftslagslausnir

Ljóst er að kostnaðurinn við að halda að sér höndum í loftslagsmálum er meiri en kostnaðurinn við að grípa til aðgerða. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra vill að Ísland verði leiðandi í því að nýta loftslagsvænar lausnir. Á málþingi í Norræna húsinu voru kynntar norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Á málþinginu kom fram að með því að beita fimmtán norrænum loftslagslausnum sem þegar hafa sannað sig geta ríki heims dregið umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti ávarp á þinginu. Nánar á www.uar.is