Loforðaflaumur framboða

\"Markmið kjarasamninga sem gerðir voru 2015 um aukinn kaupmátt launa hafa gengið eftir og ríflega það\".

Þetta sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins (SA).

Eyjólfur Árni sagði líka þetta:

\"Hagur heimila hefur vænkast. Þau hafa greitt niður skuldir. Eignir þeirra vaxið\".

Hann sagði einnig þetta:

\"Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa daga getur falið í sér allt að 100 milljarða árlega aukin útgjöld án þess að hugsað sé að fjármögnun þeirra.

Þær hugmyndir sem þó hafa verið settar fram um auknar tekjur eða skatthækkanir duga hvergi nærri til að fjármagna kosningaloforðin.

Enn eina ferðina keppast stjórnmálflokkar við að yfirbjóða hver annan á óábyrgan hátt með bólgnum kosningaloforðum\".  

 

[email protected]