Litaleikir hannesar

Nýútkomnar æviminningar Helga Magnússonar, Lífið í lit, eftir sagnfræðinginn Björn Jón Bragason hafa heldur betur hrist upp í þjóðfélagsumræðunni. Í bókinni rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem fékk styrk frá Samtökum iðnaðarins til að gera heimildarmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Helgi, sem var formaður, veitti Hannesi eina milljón króna. Myndin átti að heita Græna hagkerfið en hefur ekki enn litið dagsins ljós.

Hannes hefur þrætt fyrir þetta og sagst hafa þegið peningana til að skrifa greinar í Þjóðmál og önnur tímarit. Ljóst er hins vegar að Samtök iðnaðarins ætluðu ekki að styðja við greinaskrif. Höfðu samtökin skýra stefnu um að veita aðeins styrki til að efla atvinnulíf í landinu.

Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/ordid/2019/03/22/ordid-gotunni-litaleikir-hannesar/