„hvítur hestur þjóðernisrómantíkur\"

Má nota hvaða listaverk sem er í pólitíska þágu? Svarið er nei, segir Goddur. Það er hægt að nota hvað sem er en það getur hefur afleiðingar. Hann minnir til dæmis á svonefndan sæmdarrétt. Goddur prófessor við Listaháskóla Íslands verður gestur hjá Lindu Blöndal á Þjóðbraut í kvöld.

Hann ræðir meðal annars megi lesa út úr nýjasta lógóinu meðal stjórnmálaflokkanna, það er hvíta hesti Miðflokksins? „Hástig þjóðernisrómantíkur\", segir Goddur meðal annars.

 

Myndræn hlið kosninganna er rædd í viðtalinu en líka áhrif HM þátttöku knattspyrnuliðsins sem stundum er nefnt að bjargi sálarheill landans. Goddur segist heillaður af landsliðsstrákunum.