Línudans X-B á milli EES og ESB

Bölspár andstæðing ESB og EES endurlífgaðar

Línudans X-B á milli EES og ESB

Líkast til verða ESB aðild Íslands og EES mál ekkert rædd innan næstu ríkisstjórnar.  Enda stendur ekki til að spyrja Íslendinga um ESB aðild.  Öðru máli gegnir um aðild Íslands að EES-samningnum.

Nú renna tvær grímur á þingmenn í nýjmu þingflokkunum á Alþingi.  Einkum þingmenn í Framsókanarflokkunum.  Það er eitur í beinum Framsóknarmanna að Ísland þarf að laga sig að reglum ESB vegna aðildar að EES-samningnum.

Nú er að sjá hvaða flokkslínur verða mótaðar af næstu ríkisstjórnaflokkum í EES málum.  Sinnaskipti Framsóknaflokksins eru líkast þau að segja blákalt að aðilda að EES-samningum þjóni ekki lengur hagsmunum Íslands. 

Enda hefur Framsóknarflokkurinn aldrei talið EES samninginn lokapunkt í Evrópumálunum. 

Innan flokksins togast ekki lengur á öfl sem áður háðu marga hildi um tengsl Íslands við aðrar þjóðir og alþjóðasamskipti.  Er skemmst að minnast átaka Framsóknarmanna um aðildina að NATO og EFTA.

Nú kann að vera að EES snúningur Framsóknaflokksins láti á sér standa.  Nýr þingflokkur metur stöðuna og ræðir í einrúmi við VG um það hvort EES-samningurinn sé á vetur setjandi. 

Framsóknarflokkurinn þarf að styrkja stöðu sína í innnalandsmálum.  Það getur flokkurinn vel gert með því að brúka utanríkismál eins og EFTA og EES.

Er ekki EES-samningurinn kjörinn til slíkrar stöðustyrkingar?       

frettastjori@hringbraut.is

  

Nýjast