Lilja rafney varð efst

Úrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær og sést á niðurstöðunni að baráttan um fyrsta sæti var hörð.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður frá Suðureyri náði með rúmlega 20 atkvæðum fyrsta sætinu hjá Vinstri grænum í Norðvestur kjördæmi en á eftir henni verður Bjarni Jónsson, sem sóttist líka eftir efsta sætinu en hann er sveitarstjórnarmaður frá Sauárkróki. Í þriðja sæti verður Dagný Rósa Úlfarsdóttir.

 Alls voru 859 atkvæði greidd, þar af 787 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 1102, kjörsóknin því tæplega 80 prósent. Ellefu voru í framboði og var kosið um sex sæti.

 Stjórn kjördæmaráðs VG í suðvesturkjördæmi boðar til fundar í kvöld og mun leggja fram tillögur að framboðslista í kjördæminu.