„Líkust mökunaratferli tveggja broddgalta“

Ruv.is greinir frá

„Líkust mökunaratferli tveggja broddgalta“

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í viðtali í dag við austurríska dagblaðið Die Presse að samskipti ESB og Bretlands séu orðin einna líkust mökunaratferli tveggja broddgalta. Vissast sé að fara að öllu með gát. 
 

Leiðtogar ESB-ríkjanna höfnuðu í gær áætlun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um Brexit. Juncker segir í viðtalinu að ESB sé ekki komið í stríð við Bretland og Brexit-viðræðurnar þokist vissulega í samkomulagsátt. Ágreiningurinn um landamæri Norður-Írlands og Írska lýðveldisins sé þó mjög erfiður úrlausnar.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/likust-mokunaratferli-tveggja-broddgalta

 

Nýjast